Rússar gefa Úkraínumönnum á Krímskaga frest til klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma til þess að gefast upp. Ef ekki muni verða á þá ráðist. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir úkraínskum hersveitum.

Aleksander Vitko, yfirmaður svartahafsflotans, mun hafa ákveðið þennan tímafrest og hótað árás víðsvegar á Krímsvæðinu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að Rússar séu að bregðast við hótunum öfgaþjóðernissinna.

Vestræn ríki hafa fordæmt fyrirætlanir rússneskra stjórnvalda að senda herlið til Úkraínu og segja að með því sé brotið gegn sjálfstæði Úkraínu. BBC segir að talið sé að Rússar hafi tekið yfir stjórn á Krímsvæðinu.