Rússnesk stjórnvöld hafa tekið til sín hlutabréf rússneska milljarðamæringsins Vladimir Yevtushenkov í olíufyrirtækinu Bashneft. BBC News greinir frá þessu.

Ákvörðunin er tekin vegna rannsóknar á peningaþvætti hjá fyrirtækinu en Yevtushenkov hefur þegar verið dæmdur í stofufangelsi vegna málsins. Sistema, fyrirtæki í hans eigu, á ráðandi hlut í Bashneft og hefur fyrirtækið neitað öllum ásökunum.

Auðæfi Yevtushenkovs eru metin á yfir 3,5 milljarða bandaríkjadala.