Rússnesk yfirvöld fara nú fram á það að Alphabet, móðurfélag Google, greiði ríkinu 6,75 milljónir Bandaríkjadala. Árið 2015 lagði rússneska leitarvélafyrirtækið Yandex NV inn kvörtun, en Google á að hafa brotið lög með því að neyða farmsímaframleiðendur að nota þjónustu Google, þar með talið leitarvélina.

Upphæð sektarinnar er hlutfall af heildartekjum Google á rússneska markaðnum. Samkvæmt lögum í Rússlandi eru sektir við samskonar brotum 1 til 15 prósent af tekjunum.

Eftirlitsstofnunin krefst þess að Google breyti samkomulagi sínu við framleiðendur og þjónustufyrirtæki í rússneska farmsímageiranum. Google á samkvæmt fréttaveitu Bloomberg að hafa áfrýjað, en rússnesk yfirvöld vilija að fyrirtækið greiði sektina innan við 60 daga.

Í aprílmánuði 2015, sendi framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins leitarvélarisanum einnig kvörtun. Evrópusambandið ásakaði félagið einnig um að þvinga farsíma- og spjaldtölvuframleiðendur til þess að nota þeirra leitarvélar og vafra.

Google hefur þó aukið frelsi Yandex verulega í kjöfar kvörtunarinnar. Alexander Shulgin, segir Yandex nú þegar sjá aukna notkun á leitarvél fyrirtækisins á Android tækjum.