Rússland hefur ákveðið að lána Belarus (Hvíta-Rússlandi) tvo milljarða dollara, ef marka má frétt Dow Jones fréttaveitunnar.  Þar kemur fram að viðræðurnar hafa tekið um eitt ár.

Hvíta-Rússland er einnig að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um tveggja milljarða dollara lán, segir í fréttinni.

Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kudrin, segir við Dow Jones að enn sé ekki neitt ákveðið varðandi fjögra milljarða evru lán til Íslands.  Ísland óskaði eftir láninu í síðasta mánuði.

Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands er áætlaður 9.689.800, ef marka má Wikipedia.