Íslandi hefur verið bætt á lista yfir lönd sem mega ekki flytja inn matvæli til Rússlands. Albanía, Svartfjallaland og Lichtenstein hefur einnig verið bætt á listann. Þetta kemur fram á Reuters.

Tugmilljarða viðskipti í húfi

Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað um náið viðskiptasamband Íslands og Rússlands. Þar kemur meðal annars fram að fá, ef nokkur vestræn ríki eiga jafn mikið undir útflutningi matvæla til Rússlands eins og Ísland.

Íslendingar fluttu út matvæli til Rússlands fyrir um 74.500 krónur á mann árið 2014 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Til samanburðar seldu Danir og Litháar mat til Rússlands fyrir 11.000 krónur á mann árið 2013, áður en innflutningsbann var sett á þessi lönd.

Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .