Gazprom, sem er opinbert gasfyrirtæki í eigu Rússa hefur minnkað flutning sinn á gasi til Úkraínu um 25%.

Fyrirtækið hefur átt í viðræðum við ríkisstjórn Úkraníu vegna skuldar ríkissins en upp úr þeim viðræðum slitnaði í gær.

Vladimir Putin, forseti Rússlands og Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hittust í síðasta mánuði og náðu í meginatriðum samkomulagi um greiðslu á skuldum Úkraínu. Síðan þá hafa embættismenn samið um smáatriði en upp úr því hefur nú slitnað.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Úkraínu segir að þegar hafi verið greitt fyrir skuldina.