Rússnesk fyrirtæki munu standa við skuldbindingar sínar í erlendum gjaldmiðlum, að sögn Andrey Kostin, forstjóra VTB Group, næststærsta fjármálafyrirtækis Rússlands.

Í frétt Bloomberg er haft eftir honum að rússneski seðlabankinn hafi nægilega stóran gjaldeyrisvaraforða til að sjá rússneskum fyrirtækjum fyrir gjaldeyri svo þau geti greitt skuldir sínar.

Rússland gengur nú í gegnum sína fyrstu kreppu frá árinu 2009, einkum vegna lækkunar á olíuverði og refsiaðgerða vesturlanda. Kostin segir að það hafi aldrei komið til greina að Rússar stæðu ekki við skuldbindingar sínar eða að vesturveldunum yrði refsað.

VTB mun þurfa að standa skil á 4,3 milljörðum dala í afborganir af erlendum lánum á þessu ári.