Í hvert sinn sem Kínverji kaupir eitthvað á Íslandi eyðir hann að meðaltali 24.147 krónum samkvæmt tölum frá Global Blue og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Meðalfærsla ferðamanna er mun lægri eða 15.570 krónur. Rússar koma á eftir Kínverjunum og eyða að meðaltali 20.390. Þessar þjóðir eru samt aðeins lítill hluti af heildarfjölda ferðamanna ár hvert.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Andreu Falkvard, verslunarstjóri Rammagerðarinnar í Hafnarstræti, Kínverjana kaupa flottar vorur, feldi og uppstoppaða lunda. Rússarnir velti lítið fyrir sér hvað sett er í körfuna og borga síðan líka mikið í seðlum.