Bandarísk yfirvöld héldu í dag blaðamannafund vegna tölvuárása sem áttu sér stað árið 2014 og beindust að Yahoo.

Árásirnar hafa verið rannsakaðar um nokkurt skeið, en í ljós hefur komið að tveir rússneskir njósnarar og tveir tölvuþrjótar hafi verið að verkum.

Málið er litið afar alvarlegum augum, þar sem njósnararnir tveir starfa hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB.

Mennirnir hafa nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa fyrirskipað og greitt fyrir árásina til að safna upplýsingum um Bandaríkin.

Málið er litið afar alvarlegum augum, en Bandaríkjamenn hyggjast senda Rússum skýr skilaboð um að svona árásir séu ekki liðnar.