Sendiherra Rússlands á Íslandi segir landið líklegt til að verða umskipunarhöfn fyrir aukna skipaumferð samhliða væntanlegri opnun norðausturleiðarinnar. Verði þá nauðsynlegt að byggja björgunarmiðstöð og segir Rússa tilbúna til að styðja Íslendinga við uppbygginguna.

Björgunarmiðstöð verður nauðsynleg

„Nú hillir undir að norðausturleiðin muni opnast og við það verður greiðara og ódýrara að flytja vörur til og frá Austur-Asíu sem er fjölmennasta íbúasvæði jarðarinnar. Við það munu ekki aðeins opnast markaðir fyrir íslenskar vörur heldur mun umferð um hafið aukast, hvort sem við æskjum þess eða ekki. Ísland, ásamt Noregi og Færeyjum, er líklegt til að geta orðið umskipunarhöfn. Þá verður nauðsynlegt að byggja björgunarmiðstöð og eru Rússar reiðubúnir til að styðja eða aðstoða Íslendinga við það verk.“

Þetta segir Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi í viðtali í Reykjavík vikublað .