„Það er mjög erfitt hjá rússnesku kaupendunum og að auki vita þeir ekki hvert rúbluverðið verður þegar þeir fá fisk sem við myndum hugsanlega selja þeim,“ segir Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri sölufyrirtækisins Iceland Pelagic, í samtali við Fréttablaðið .

Þar kemur fram að rússnesk fyrirtæki skuldi íslenskum fiskútflytjendum þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa fengið, en útflutningur til Rússlands hefur verið stöðvaður vegna falls rúblunnar.

Nokkrir fiskútflytjendur skoða að gefa afslátt af skuldum og þá jafnvel allt að því sem nemur gengisfalli gjaldmiðilsins frá söludegi.