Yfirvöld í sunnaverðu Rússlandi þar sem miklir skógareldar hafa geisað ætla að takmarka vodkasölu á meðan neyðarástand ríkir á svæðinu. Er hugsunin sú að reyna að forða Rússum frá því að drekkja sorgum sínum í vodka vegna áfalla sem það hefur orðið fyrir í skógareldunum.

Greint er frá þessu í Daily Telegraph í dag. Þar segir að Yfirvöld í Volograd hafa t.d. bannað sölu á áfengjum drykkjum sem eru meira en 15% að styrkleika nema á milli klukkan 8 og 9 á morgnana. Mun þetta bann gilda meðan neyðarástand ríkir á svæðinu. Með þessu telja menn meiri líkur á að geta haldið uppi aga og koma í veg fyrir að ráðþrota fólk drekki sorgum sínum í áfengi.