*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 28. september 2015 09:52

Rússarnir bíta

Viðskiptabann Rússa á Ísland getur haft töluverð áhrif á afkomu HB Granda á þessu ári og þegar til lengri tíma er litið.

Ritstjórn
Vilhjálmur Vilhjálmsson er forstjóri HB Granda.
Haraldur Guðjónsson

Ekkert skráð fyrirtæki á Íslandi á jafnmikið undir matvæla­ útflutningi til Rússlands og því hefur viðskiptabannið mest áhrif á Granda af öllum skráðum félögum. Þegar hálfsársuppgjör félagsins var kynnt gaf fyrirtækið það út að bannið hefði mikil áhrif á starfsemi félagsins, sérstaklega á Vopnafirði. Um 17% tekna HB Granda á síðasta ári komu frá rússneskum aðilum. 

Velta HB Granda á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra nam 87,3 milljónum evra, en var 110,4 milljónir á fyrri helmingi þessa árs, sem er aukning upp á 26,5%. Verði veltan á öllu þessu ári í takt við þessa aukningu má búast við því að velta á ársgrundvelli verði um 270 milljónir evra. Gangi spáin um 10-15 milljóna evra tekjumissi vegna bannsins eftir væru það um 3,7%-5,6% af heildarveltu ársins. Ef miðað er við veltutölur síðasta árs nemur tekjumissirinn 4,6%-7,0% af heildarveltu.

Veiðin gekk vel

„Það var alveg ljóst að veiðin á tímabilinu gekk vel í samanburði við sama tíma í fyrra,“ segir Sveinn Þórarinsson hjá greiningardeild Landsbankans.

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Úr kauphöllinni, sem kom út síðasta fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is