Andrey Illarionov, aðalefnahagsráðgjafi Vladimirs Pútíns, er afar ósáttur við stefnu forsetans -- og einn örfárra innanbúðarmanna í Kreml sem gagnrýna hann. Í opinskáu viðtali við Viðskiptablaðið, sem kom út í dag, segir Illarionov að stjórnvöld hafi sveigt illilega af réttri leið með því að þjóðnýta iðnfyrirtæki og auka miðstýringu. Með þessu hafi þau valið Rússlandi hlutskipti þriðja heimsins.

Þetta má sjá nánar í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið í dag.