Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að hækka stýrivexti úr 9,5% í 10,5% til þess að stemma stigu við mikilli verðbólgu. BBC News greinir frá þessu.

Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem rússneski seðlabankinn hækkar stýrivexti duglega. Fyrir sex vikum hækkaði hann vextina um 1,5% úr 8% í 9,5%. Á vefsíðu bankans má sjá tilkynningu um vaxtaákvörðunina, þar sem greint er frá því að frekari hækkanir geti verið í vændum. Lækkandi gengi rúblunnar og viðskiptaþvinganir hafa valdið mikilli verðbólgu í Rússlandi.