Mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's færði láns­hæfi Rúss­lands í rusl­flokk í gær með neikvæðum horfum.

Helstu ástæðurnar eru átökin í Úkraínu, lágt olíu­verð og veik staða rúblunn­ar. Í lok janúar setti Stand­ard & Poor's einnig í ruslflokk

Moody´s spáir kreppu í Rússlandi á þessu ári og að sam­drátt­urinn haldi áfram árið 2016.

Að auki leiðir minnk­andi traust á rúss­neska hag­kerf­inu til þess að inn­lend eft­ir­spurn dragist saman.