„Rússland lítur jákvætt á ósk Íslands um lánfyrirgreiðslu,” sagði Alexei Kudrin fjármála- og aðstoðarforsætisráðherra Rússlands í tilkynningu sem rússneska sendiráðið sendi frá sér fyrir skömmu.

„Okkur hefur borist beiðni frá íslenskum yfirvöldum um lántöku sem er núna í athugun. Ísland er þekkt sem land þar sem mikill agi ríkir í ríkisútgjöldum,” segir Kudri í tilkynningunni og bæti því við að þannig lítur ríkisstjórn Rússlands jákvæðum augum á þessa beiðni.

Fyrr í dag neitaði rússneska sendiráðið að tjá sig við Viðskiptablaðið þegar eftir því var leitað.