Lokað hefur verið fyrir viðskipti með hlutabréf í Moskvu í Rússlandi, nú fjórða daginn í röð.

Fram kemur á fréttavef BBC að rússnesk yfirvöld hafi látið stöðva viðskipt þegar RTS og Micex vísitölurnar höfðu hækkað gífurlega mikið, eða 25,4% og 20,2% í morgun.

Hina þrjá daga hafa yfirvöld hins vegar látið stöðva viðskipti þar sem hlutabréf höfðu lækkað of mikið.