Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, hótaði því í ræðu í gær að veita hverju því ríki sem ógnar rússneskum borgurum „náðarhögg”.

Forsetinn lét þessi orð falla í borginni Kursk en Rússar fagna nú því að 65 ár eru liðin frá því að Sovétmenn sigruðu í mikilvægum bardaga sem kenndur er við borgina.

Hörð ummæli forsetans verða ekki túlkuð á annan veg en í samhengi við stríðsátökin í Georgíu og aukna spennu milli stjórnvalda í Moskvu og Bandaríkjamanna og Evrópumanna.