Rússneska hlutabréfavísitalan MOEX hefur fallið um 6% í dag og stendur nú í 1.960 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í júní 2017. Vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi frá að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar síðastliðins.

MOEX vísitalan stóð í 4.091 stigi í byrjun ársins og hefur því fallið um meira en helming í ár.

Erlendum fjárfestum er bannað að selja rússnesku hlutabréfin sín. Lokað hefur verið fyrir viðskipti með bandarísk og bresk vörsluhlutabréf (e. depositary shares) rússneskra fyrirtækja frá því stríðið í Úkraínu hófst.

Í umfjöllun MarketWatch segir að meðal ástæðna fyrir lækkunum sé ólga eftir yfirlýsingu Vladímír Pútín í síðustu viku um herkvaðningu. Einnig séu auknar líkur á frekari viðskiptaþvingunum af hálfu Evrópusambandsins.