Tvö stærstu stálfyrirtæki Rússlands, EvrazHolding og Novolipetsk ráðgera umfangsmikil hlutafjárútboð á markaði í London, segir í Financial Times. Talið er að andvirðið geti orðið um 1,7 milljarðar Bandaríkjadala.

Evraz er stærsti stálframleiðandi Rússlands, í júní seldi fyrirtækið um 8,5% hlut í gegnum breskan hlutabréfamarkað. Haft er eftir forseta og aðaleiganda Evraz, Alexander Abramov að fyrirtækið vilji auka hlutafjárútboðið og bjóða 17% hlut í náinni framtíð. Abramov sagði að salan yrði tímasett eftir verðmati á félaginu, undanfarið hefur það verið mjög gott vegna ágæts gengis í stáliðnaði.

Fyrirtækið Novolipetsk er skráð í Moskvu, um 4% heildarhlutafjár þess er á frjálsum markaði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hyggst feta í fótspor Evraz í London, bendir þetta til að hann hyggist setja 25% hlut félagsins á markað á næstu tveimur árum.

Ef fram fer sem horfir og Evraz setur 17% hlut á markað verður söluandvirðið um 1 milljarður dala, það er ef markaðsvirði fyrirtækisins er um 6 milljarðar dala. Ef Novolipetsk setur 10% hlut á markað verður söluandvirðið líklega um 700 milljónir dala sé miðað við að virði félagsins sé 7 um milljarðar dala.

Áhugi á hlutabréfum rússneskra fyrirtækja í stál- og námuvinnslu hefur verið að aukast á hlutabréfamarkaði í London. Það sem ýtir undir eftirspurnina er m.a. gríðarleg þörf fyrir allskonar málmefni í Kína.

Önnur stór stálfyrirtæki í Rússlandi eru skráð í Moskvu, m.a. Magnitogorsk og Severstal. Ráðgjafabankar Evraz eru Morgan Stanley og CSFB, en UBS veitir Novolipetsk ráðgjöf.