Rússnensk yfirvöld hafa staðfest að sprengja grandaði vélinni sem fórst í lok október yfir sínaískaganum, en leifar af sprengiefni fundust á flaki vélarinnar.. Allir um borð í vélinni létust, alls 224 manns.

Vladimir Putin tilkynnti að i boði væri verðlaunafé sem næmi 50 milljónum bandaríkjadala, eða um 6,6 milljörðum króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra sem eru ábyrgir fyrir voðaverkinu. Þetta er hæsta verðlaunfé sem hefur verið boðið fyrir hryðjuverkamenn, og tvöfalt það sem var í boði frá Bandaríkjunum fyrir upplýsingar um æðsta mann al-Qaeda, Ayman al-Zawahiri.

Putin tilkynnti einnig um að Rússland myndi styrkja herafla sinn í Sýrlandi.