Landsbankinn hefur sett upp rúbluhraðbanka í Smáralind í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í júní.

Fjöldi Íslendinga er á leið á HM í Rússlandi en rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi. Rúbluhraðbankinn er á 2. hæð Smáralindar, við útganginn úr Smárabíói. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna.

Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní. Þar í borg getur cappuccino-bolli kostað um 172 rúblur eða 290 krónur og ein ferð í strætó kostar 53 rúblur eða 90 krónur.

Það er gott að hafa smávegis gjaldeyri meðferðis erlendis eins og fjallað er um í nýrri grein á Umræðunni um góð ráð um kortanotkun í útlöndum. Í rúbluhraðbankanum í Smáralind eru 1.000 rúblaseðlar og á vef bankans er hægt að fá upplýsingar um gengi rúblunnar.