Rússneski seðlabankinn veitti samtals 10,19 milljörðum Bandaríkjadala inn á fjármálamarkaði til þess að aðstoða rússnesk fyrirtæki sem hafa átt í erfiðleikum undanfarin misseri við að sækja sér fjármagn í rúblum til að geta greitt lögbundna skatta í lok mánaðarins.

Sérfræðingar eiga jafnvel von á því að seðlabankinn grípi til frekari aðgerða til að mæta þeirri lausafjárþurrð sem ríkir í landinu og veiti um 11 milljörðum dala inn á fjármálamarkaði í lok vikunnar. Lausafjárþurrðin í rúblum hófst fyrir tveimur vikum þegar erlendir bankar fóru að selja gjaldmiðilinn sökum versnandi ástands á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.