Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið fyrir það að ráðherrar í ríkisstjórn hans fari í frí eftir áramót vegna slæmra horfa í efnahagsmálum.

Pútín sagði í sjónvarpsviðtali að ráðherrar „hefðu ekki efni á" að fara í frí.

Margir Rússar taka sér frí á milli 1. og 12. janúar, þegar þeir fagna nýju ári. Þá eru jól meðal rétttrúaðra haldin þann 7. janúar.

Rússneska hagkerfið er að sigla inn í kreppu í fyrsta sinn í sex ár. Lækkandi olíuverð og gjaldmiðill sem hefur misst helming af verðgildi sínu vega þar þungt.

Washington Post greinir frá.