Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg dróst nokkuð saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Ástæðuna fyrir minnkandi hagnaði má helsta rekja til mikillar hækkunar á innflutningstollum í Rússlandi, sem er ætlað að vinna á alkóhólisma þar í landi.

Þannig nam nettó hagnaður Carlsberg um 300 milljónum danskra króna, samanborið við 383 milljónir árið áður. Hagnaður Carlsberg á árinu öllu jókst þó nokkuð á milli ára og nam um 5,4 milljörðum danskra króna, samanborið við 3,6 milljarða árið áður.

Innflutningstollar á áfengi hækkuðu um 200% í Rússlandi um mitt ár í fyrra en markaðshlutdeild Carlsberg í Rússlandi er um 40% samkvæmt frétt Reuters. Sala á bjórtegundum Carlsberg í Austur Evrópu dróst saman um 9% á síðasta ári en Carlsberg framleiðir einnig Tuborg, San Miguel og Kronenbourg.