Margir uppreisnarmenn úr röðum stuðningsmanna Rússa hafa verið drepnir, særst eða þeir handteknir í árásum úkrainska hersins í borginni Sloviansk í dag. Þetta segir Oleksandr Turchynov, forseti Úkraínu, í yfirlýsingu.

Hann bætti því við að aðgerðir í borginni, sem er á valdi uppreisnarmanna, hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og vonast var til.

Fyrr í morgun skutu uppreisnarsinnar niður tvær úkraínskar þyrlur og drápu þyrluflugmann og hermann.

Rússar hafa krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað til fundar.

BBC greindi frá.