Yuri Milner hefur skuldbundið sig til að láta samtals af hendi 100 milljónir dala, 12,5 milljarða króna, til verkefnis á vegum Berkeley háskólans í Kaliforníu sem gengur út á að leita af verum á öðrum plánetum.

Milner tók snemma þátt í Facebook og Twitter er í 557. sæti á Forbes listanum yfir ríkustu menn í heimi. Tímaritið metur eignir hans á 3,1 milljarð dala, eða um 390 milljarða króna.

Fyrir utan að kaupa í Facebook árið 2009 er Yuri einna þekktastur fyrir að kaupa að talið er dýrasta einbýlishús í Bandaríkjunum árið 2011.