Rússneskur efnahagur dróst saman um 2% á fyrstu þremur mánuðum ársins, en það er í fyrsta sinn í sex ár sem samdráttur verður í hagkerfinu. BBC News greinir frá þessu.

Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir viðskiptaþvingunum annarra þjóða gegn Rússlandi vera um að kenna en sagði jafnframt að Rússum hefði mistekist að takast á við ákveðin vandamál í hagkerfinu.

Sagði hann lækkandi olíuverð jafnframt eiga sinn þátt í samdrættinum. Hins vegar væri ástandið ekki eins slæmt og það hafi verið árið 2009 og efnahagslífið væri að ná ákveðnum stöðugleika.