Rut Haraldsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar.

Rut sagði í samtali við Eyjafréttir í maí síðastliðnum að hún myndi láta af störfum ef Elliði Vignisson þáverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja myndi ekki sitja áfram.

Íris Róbertsdóttir oddviti framboðsins Fyrir Heimaey, klofningsframboðs Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið við af Elliða sem bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar en Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í síðustu sveitastjórnarkosningum.