Rut Kristinsdóttir hefur verið ráðin til Landsnets sem sérfræðingur í umhverfismálum á þróunar- og tæknisviði. Mun hún vinna að umhverfismati framkvæmda og áætlana Landsnets.

Rut var áður sviðsstjóri umhverfismatssviðs Skipulagsstofnunar á árunum 2008-2016. Áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá stofnuninni og sem líffræðikennari við Menntaskólann í Hamrahlíð.

Rut er með M.sc. í umhverfisfræði, kennsluréttindanám og B.sc í líffræði frá Háskóla Íslands.