Porat sem er fædd 1957 hefur unnið í 28 ár hjá Morgan Stanley. Síðustu 5 ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri og hefur hún unnið hörðum höndum að því styrkja stöðu fjárfestingabankans eftir fjármálahrunið árið 2008. Þetta segir í frétt Bloomberg .

Porat ólst upp í Silicon Valley og lærði við Stanford háskóla. Í viðtali við Mountain View sagði Porat að hún værir himinlifandi að snúa aftur á æskuslóðir og ganga til liðs við Google. Flutningur Porat til Silicon Vally endurspeglar sjarma dalsins fræga en ekki er langt síðan fólk á framabraut vildi hvergi heldur vera en á Wall Street.

Fráfarandi fjármálastjóri Google, Patrick Pichette sagði upp störfum til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Forstjóri Google, Larry Page hefur aldeilis stigið á bensíngjöfina hvað varðar eyðslu en upp á síðkastið hefur Google fjárfest töluvert meðal annars í háhraða internet þjónustu, sjálfsstýrðum bílum, stafrænu greiðslukerfi og stafrænum gleraugum.

Hjá Google mun Porat hafa yfirumsjón með hvorki meira né minna en 67,5 milljörðum bandaríkja dala.