*

mánudagur, 1. mars 2021
Fólk 12. janúar 2021 15:26

Rútur frá Lækjargötu til Lindar

Lind fasteignasala hefur ráðið Rút Örn Birgisson lögmann frá Lögmönnum Lækjargötu.

Ritstjórn
LInd fasteignasala hefur verið starfrækt í Kópavogi frá upphafi árið 2003, en hún er staðsett í Bæjarlind 4. Rútur Örn Birgisson, að neðan, hefur nú gengið til liðs við fasteignasöluna.
Aðsend mynd

Rútur Örn Birgisson lögmaður hefur flutt sig frá Lögmönnum Lækjargötu yfir á Lind fasteignasölu.

Rútur útskrifaðist frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í lögfræði árið 2013 og starfaði hann hjá Lögmönnum Lækjargötu ehf. frá þeim tíma allt þar til hann gekk til liðs við Lind fasteignasölu.

Rútur öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður á árinu 2013 og er auk þess með réttindi til þess að starfa sem löggiltur fasteignasali.

„Það er gríðarlegur fengur að fá svona sterkan mann til liðs við okkur,“ segir Hannes Steindórsson löggiltur fasteignasali og einn eigenda fasteignasölunnar.