Hagnaður rútufyrirtækisins Teitur Jónasson ehf. nam 143,6 milljónum króna á síðasta ári, sem er aukning um 10,4% frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam 130 milljónum.

Rekstrartekjurnar jukust um nærri 18% milli ára, úr 715,1 milljón króna í 843,2 milljónir króna meðan kostnaðurinn jókst um 20,5%, úr 579,4 milljónir króna í 698,4 milljónir.

Eigið fé félagsins í árslok nam 620.5 milljónum, sem er aukning um 18,7% úr 522,7 milljónum króna. Skuldirnar jukust um 18,4% milli ára, úr 214 milljónum króna í 253,3 milljónir króna. Eignir félagsins nema því 873,7 milljónum króna, sem er aukning um 18,6% frá byrjun árs þegar þær námu 736,6 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins nam því 71% sem er nokkurn veginn sama hlutfallið og árið áður.

Haraldur Þór Teitsson er framkvæmdastjóri félagsins og eigandi fjórðungshlutar, en systur hans Halldóra og Ingveldur eiga jafnstóran hlut. Í lok árs átti dánarbú Jónasar Teitssonar jafnframt 17,85% en Jónas Ingi Jónasson og Unnar Örn Jónasson eiga 1,79% hlut hvor.