Banni við sölu Ríkisútvarpsins á auglýsingum á netinu verður viðhaldið, samkvæmt nýju frumvarpi til laga um RÚV. Þá mun hlutfall auglýsinga í dagskrá takmarkast við átta mínútur á klukkustund. Fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt af mentamálaráðherra í febrúar, og mættu þá hörðum viðbrögðum samkeppnisaðila.

Frekari skorður eru settar á auglýsingasölu Rúv í nýjum frumvarpsdrögum, að því er Fréttablaðið greinir frá í dag. Það verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Bannað verður að slíta í sundur dagskrárliði með auglýsingum, nema í sérstökum undantekningartilvikum. Talið er að það muni hafa í för með sér 165 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir Rúv.