Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að útgjöld Ríkisútvarpsins lækki um 6,4%, eða 310 milljónir króna, það úr ríflega 4,8 milljörðum í rétt rúmlega 4,5 milljarða.

Heildarframlög ríkisins til fjölmiðla lækka einnig, eða úr 5,3 milljörðum króna í rétt tæplega 5 milljarða. Inn í þeirri tölu eru 392 milljónir króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla auk 92,1 milljónar króna vegna reksturs Fjölmiðlanefndar.

Eins og Viðskiptablablaðið hefur fjallað um stefnir í 264 milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári og 900 milljóna króna hallarekstur í fjármálaáætlun til ársins 2025. Jafnframt er stefnt að sölu fjölda ríkiseigna .