Tekjur Ríkisútvarpsins ohf. af sölu byggingarréttar við útvarpshúsið í Efstaleiti munu nema um 2,2 milljörðum króna. Það er um 600 milljónum króna meira en varfærin áætlun Ríksúvarpsins var, þegar tilkynnt var um áformin í upphafi.

Salan á byggingaréttinum við útvarpshúsið fór fram í október 2015 en Skuggabyggð ehf. sem er í eigu Kristjáns Gunnars Rikharðssonar keypti réttinn líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um . Þá var ávinningurinn metinn á a.m.k. 1,5 milljarð.

Í tilkynningu frá RÚV á sínum tíma sagði að nýta ætti ávinninginn til þess að greiða niður skuldir félagsins.