Rúv hefur gert 365 tilboð í sýningarrétt 365 á HM í handbolta á sama verði og 365 greiddu var fyrir réttinn. Að auki býðst RÚV til að greiða 20% álag á kaupverðið til að bæta 365 undirbúningskostnað af ýmsu tagi.

Segir í tilkynningu frá RÚV að „vegna mikillar og vaxandi óánægju í þjóðfélaginu með að HM í handbolta, sem hefst í Svíþjóð í næstu viku, skuli verða í læstri útsendingu gerir RÚV hér með 365 eftirfarandi tilboð - í því skyni að tryggja að leikir íslenska landsliðsins verði opnir öllum íslendingum:

1) RÚV kaupir sýningarréttinn af 365 á sama verði og 365 greiddi fyrir réttinn.

2) RÚV greiðir auk þess 20% álag á kaupverðið til að bæta 365 undirbúningskostnað af ýmsu tagi.

3) RÚV skuldbindur sig til að virða alla samninga sem 365 hefur gert við 3. aðila, svo sem kostendur, auglýsendur o.fl., eða endursemja við þá eftir atvikum.

4) 365 yrði heimilt að sýna alla leikina á HM samhliða RÚV og vinna úr útsendingum allt það ítarefni sem fyrirhugað var til þáttagerðar og annarra nota.

RÚV óskar eftir svari og/eða gagntilboði frá 365 svo fljótt sem verða má - ekki síður en kl. 17:00 föstudaginn 7. janúar“