*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 20. júní 2018 19:01

RÚV hefur ekki stofnað dótturfélag

RÚV hefur ekki stofnað dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir að lagafyrirmæli kveði á um það.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Undanfarið hefur Ríkisútvarpið ohf. verið gagnrýnt harðlega fyrir framgöngu sína á auglýsingamarkaði. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hafa sent kvörtun bæði til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar og telja þeir að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína.

Ríkisútvarpið hefur ekki stofnað dótturfélag í kringum samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir að skýr lagaákvæði kveði á um að það skuli gert. Þetta kemur fram á vef Vísis

Í þriðju grein laga um Ríkisútvarpið er kveðið á um hlutverk og skyldur Rúv. Í 4. grein laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“

Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri hjá Rúv, segir í skriflegu svari til Vísis að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is