Fréttasíða Ríkisútvarpsins, ruv.is, hrynur niður veflista Modernus í mælingu fyrir síðustu viku og situr þar í 12. sæti með tæpa 62 þúsund notendur. Viku fyrr sat vefurinn í 4. sæti með 250 þúsund notendur.

Ríkisútvarpið tók nýjan vef í notkun í vikunni, en líklegt má telja að ekki sé búið að tengja hann við vefmælinguna og því mælist notendurnir svo fáir.

Í efstu þremur sætunum í vikunni sitja mbl.is með rúma 593 þúsund notendur, visir.is með tæplega 516 þúsund notendur og dv.is með nær 311 þúsund notendur.