*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 26. janúar 2018 08:30

RÚV með fimmtung á auglýsingamarkaði

Hlutfallið er tæplega helmingur ef einungis er horft til ljósvakamiðla. Tekjur RÚV eru 2,2 milljarðar af 11 milljarða markaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Meirihluti fjölmiðlanefndar sem skilaði skýrslu um stöðu og starfsumhverfi fjölmiðla í gær leggur til að Ríkisútvarpið fari sem fyrst af auglýsingamarkaði. Þannig verði samkeppni ríkisins við einkarekna fjölmiðla á markaði fyrir auglýsingar stöðvuð, hvort tveggja í sjónvarpi sem og í útvarpi. 

Í skýrslunni kemur fram að auglýsingamarkaðurinn velti um 11 milljörðum króna á ári, en auglýsingatekjur RÚV á árinu 2016 námu um 2,2 milljarðar króna, eða um fimmtungur allra auglýsingatekna í landinu.

„Ef hlutdeild RÚV er skoðuð út frá starfsemi, þ.e. auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi, var RÚV með 44% birtingarfjár í þá miðla árið 2016,“ segir jafnframt í skýrslunni. „Það liggur því fyrir að RÚV fær tæplega helming tekna á markaði með auglýsingabirtingar í hljóðvarpi og sjónvarpi.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is