Ríkisútvarpið (RÚV) hefur undirritað samning við Evrópska knattspyrnusambandið um sýningarrétt frá Evrópumóti landsliða skipað leikmönnum 21 árs og yngri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu auk samantektarþáttar í lok hvers keppnisdags.

Lokakeppnin fer fram í Danmörku 11.–25. júní næstkomandi og er Ísland í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi.

„Það er [...] mikið ánægjuefni að geta nú boðið þjóðinni ekki bara upp á beinar útsendingar frá mótinu heldur líka möguleikann á að fylgjast með knattspyrnustjörnum framtíðarinnar,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í tilkynningunni.