*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 15. júlí 2018 16:05

RÚV naumt á sannleikann um HM

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að rannsaka ekki auglýsingasölu Ríkisútvarpsins (RÚV) í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í fótbolta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að rannsaka ekki auglýsingasölu Ríkisútvarpsins (RÚV) í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í fótbolta (HM), sem Síminn kvartaði undan í liðnum mánuði. Fleiri miðlar höfðu einnig æmt undan framgöngu RÚV og sagt það hafa skilið eftir sviðna jörð á auglýsingamarkaði.

Í kvörtun Símans sagði m.a. að RÚV hefði sett lágmarkskaup á auglýsingum sem skilyrði fyrir kaupum á tilteknum auglýsingaplássum í HM útsendingum. RÚV neitaði því í svörum til Samkeppniseftirlitsins, þannig að það féll frá formlegri rannsókn.

Morgunblaðið greindi hins vegar frá því á þriðjudag að RÚV hefði ekki verið fyllilega hreinskilið í svörum sínum um þetta, svo ekki er víst að málinu sé lokið. Þá er enn ólokið athugun Fjölmiðlanefndar vegna kvörtunar um þessa viðskiptahætti.

Stikkorð: RÚV Síminn Samkeppniseftirlitið HM
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is