*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 6. apríl 2018 16:38

RÚV og Hæstiréttur virtu ekki fánalög

Fjölmargar stofnanir virtu ekki fyrirmæli laga um að flagga um páskana sem Skátahöfðingi Íslands segir vera miður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skátahöfðingi Íslands segir það vera miður ef það er almennt að draga úr metnaði íslenskra stofnana og fyrirtækja að flagga íslenska þjóðfánanum á fánadögum. Mælt er fyrir um það í lögum og forsetaúrskurði að opinberar stofnanir flaggi á tilgreindum dögum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um gerði blaðið óformlega könnun á því um páskahelgina hvort stofnanir og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fylgdu ákvæðum fánalaga um að flagga þjóðfánanum á fánadögum helgarinnar.

Þar kom meðal annars í ljós að Garðabær var eina af fjórum stærstu sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins sem flaggaði við bæjarskrifstofur sínar og ráðhús, en hvorki höfuðborgin Reykjavík, né Hafnarfjörður og Kópavogur flögguðu.

Skátahöfðinginn saknar þess að sjá íslenska fánann

Marta Magnúsdóttir Skátahöfðingi Íslands og formaður Bandalags íslenskra skáta segist sakna þess að sjá íslenska fánann blakta við hún í borginni eins og hún er vön að sé gert til hátíðarbrigða í Grundarfirði þaðan sem hún kemur og víðar úti á landi.

„Þegar ég er í Reykjavík finnst mér ég aldrei sjá íslenska fánann, það er eiginlega þannig. Ég get alveg tekið undir það að virðingin fyrir hefðinni virðist vera að minnka, sem er miður,“ segir Marta í viðtali við Eftir vinnu-vef Viðskiptablaðsins.

„Já auðvitað eigum við að flagga á fánastöngum landsins á fánadögunum. Við þurfum endilega að snúa þessari þróun við, það er mjög gaman að sjá íslenska fánann við hún, enda fellur hann vel við okkar umhverfi.“

Af stofnunum sem ekki sáust merki að hefðu flaggað má nefna:

 • Ríkisútvarpið
 • Þjóðmenningarhúsið
 • Landsbókasafn - Þjóðarbókhlaða
 • Hæstiréttur
 • Háskóli Íslands - aðalbygging
 • Norræna húsið
 • Kópavogsskóli
 • Menntaskólinn í Kópavogi
 • Salurinn í Kópavogi
 • Austurborg - leikskóli í Reykjavík
 • Flataskóli í Garðabæ
 • Tækniskólinn í Reykjavík
 • Borgarleikhúsið
 • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Af fyrirtækjum og félagasamtökum sem ekki flögguðu má nefna:

 • IKEA
 • Frímúrararnir í Reykjavík
 • Kópavogskirkja
 • Neskirkja í Reykjavík
 • Háskólabíó
 • Radisson Blu - Hótel Saga

Fáninn blakti hins vegar stoltur við hún hjá eftirtöldum stofnunum og félagasamtökum:

 • Alþingishúsið
 • Menntaskólinn í Reykjavík
 • Stjórnarráðið
 • Þjóðleikhúsið
 • Þjóðminjasafnið
 • Háskóli Íslands - Árnastofnun í Árnagarði
 • Landspítali Háskólasjúkrahús - Fossvogi
 • Lögreglan í Reykjavík
 • Seðlabanki Íslands
 • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
 • Hallgrímskirkja
 • Grensáskirkja
 • Hafnarfjarðarkirkja
 • Fríkirkjan í Hafnarfirði
 • Bæjarstjórn Garðabæjar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is