RÚV, sem er ríkisrekinn fjölmiðill, er sakað um að hafa einokað auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningaréttar á HM. Auglýsendur þurftu að kaupa auglýsingapakka fyrir að minnsta kosti 10 milljónir króna til að komast að í kringum leiki íslenska landsliðsins á mótinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

RÚV er sakað um að hafa ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið og að fyrirtæki hafi eytt öllu auglýsingafé sínu út árið í HM-pakka. Þetta komi niður á einkareknum fjölmiðlum og einhverjir þeirra eiga að hafa kvartað til yfirvalda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtalið við Fréttablaðið að búið sé að kæra þetta mál til samkeppnisyfirvalda og fjölmiðlanefndar. Hún kveðst einnig ætla strax í haust að leggja fram tillögur um hvernig bæta megi umhverfi einkarekinna fjölmiðla.