*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 19. júní 2018 08:46

RÚV sakað um einokun á auglýsingamarkaði

RÚV er sakað um að hafa ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið með auglýsingapökkum fyrir HM.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

RÚV, sem er ríkisrekinn fjölmiðill, er sakað um að hafa einokað auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningaréttar á HM. Auglýsendur þurftu að kaupa auglýsingapakka fyrir að minnsta kosti 10 milljónir króna til að komast að í kringum leiki íslenska landsliðsins á mótinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

RÚV er sakað um að hafa ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið og að fyrirtæki hafi eytt öllu auglýsingafé sínu út árið í HM-pakka. Þetta komi niður á einkareknum fjölmiðlum og einhverjir þeirra eiga að hafa kvartað til yfirvalda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtalið við Fréttablaðið að búið sé að kæra þetta mál til samkeppnisyfirvalda og fjölmiðlanefndar. Hún kveðst einnig ætla strax í haust að leggja fram tillögur um hvernig bæta megi umhverfi einkarekinna fjölmiðla.   

Stikkorð: RÚV HM Lilja Alfreðsdóttir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is