Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur nú lýst því yfir að Donald Trump, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, muni hljóta sitt atkvæði í næstu kosningum. Fyrir litlu minna en mánuði síðan sagðist Ryan ekki tilbúinn að styðja Trump, en honum hefur greinilega snúist hugur síðan þá.

„Ég er sannfærður um að hann muni hjálpa okkur að gera stefnumál Repúblikanaflokksins að raunveruleika og binda þau í lög, svo við getum bætt líf fólks,” skrifaði Ryan í grein sem birt var í Janesville Gazette , litlu blaði í Wisconsin.

„Það er ekkert leyndarmál að við Donald höfum verið ósammála um sumt. Ég er hreinskilinn með það. Og þegar mér finnst vera þörf á því, þá mun ég halda áfram að segja hug minn. En í raun og reynd er málið slíkt, að við erum meira sammála en ósammála.”

Trump tók til Twitter og lýsti yfir ánægju sinni yfir því að Ryan hafi loks ákveðið að fylkja sér á bak bið sig: