Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur beðið samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins um samþykki á fyrirhugaðri yfirtöku á flugfélaginu Aer Lingus, segir í frétt Dow Jones.

Samkeppnisyfirvöldin segja að úrskurðað verði eigi síðar en 6. desember hvort yfirtakan verði samþykkt eða ítarleg rannsókn hafin á mögulegum samkeppnisbrotum sem yrðu við yfirtökuna.

Ryanair býður 120 milljarða í Aer Lingus. Greiningaraðilar telja að vænta megi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað út á yfirtökuna að setja þar sem fyrirtækið myndi ráða yfir 70% af írska flugsamgöngumarkaðnum.

Air France og KLM neyddust til að láta frá sér flugleiðir við samruna fyrirtækjanna árið 2004, sömuleiðis Lufhansa og Swiss Air í fyrra.