Lággjaldaflugfélagið Ryanair er síðasta flugfélagið til að tilkynna um sparnaðaraðgerðir sínar. Félagið hyggst fækka flugum sínum frá Stansted flugvellinum í Englandi um 14%, úr 1.850 flugum á viku í 1.600. Áætluð farþegafækkun vegna þessa er 900.000 manns.

Flugvélum félagsins á Stansted fækkar úr 36 í 28.

Ástæðurnar fyrir þessum samdrætti í starfsemi eru m.a. olíuverðshækkanir og hve kostnaðarsamt er að nota Stansted. Guardian greindi frá þessu.