*

þriðjudagur, 27. október 2020
Erlent 18. ágúst 2020 07:12

Ryanair dregur úr flugframboði

Lággjaldaflugfélagið hefur skert flugframboð sitt um 20% í september og október eftir að bókunum fór að fækka verulega.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur skert flugframboð sitt um 20% í september og október, í kjölfar þess að bókunum fækkaði verulega undanfarna daga. Kórónuveiran hefur verið í sókn á alþjóðavísu og hefur það orðið til þess að eftirspurn eftir flugum hefur minnkað enn frekar. BBC greinir frá.

Lággjaldafélagið kveðst einmitt hafa dregið úr framboði á flugferðum vegna „óvissu tengdri aukningu á COVID-19 smitum í sumum Evrópusambandslöndum."

Bretland hefur vegna þessa tekið upp á því á ný að skylda farþega frá löndum líkt og Svíþjóð, Spáni og Frakklandi í tveggja vikna sóttkví við komu til landsins.

Ryanair hafði í þessum mánuði aukið flugframboð upp í 60% af því framboði sem tíðkaðist áður en COVID-19 faraldurinn skall á.  

Stikkorð: Ryanair flugframboð COVID-19